Svona er þetta

Benedikt Hjartarson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Benedikt sendi nýlega frá sér þýðingu á einni af merkustu skáldsögum fyrri hluta tuttugustu aldar, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge, eftir austurrísk-ungverska rithöfundinn, Rainer Maria Rilke, en bókin kom upphaflega út árið 1910. Þetta var eina skáldsaga Rilkes en í henni lýsir hann glímu söguhetjunnar við stórborgina og glundroða nútímans, grimmilegar æskuminningar og brot úr evrópskri menningarsögu. Ég ætla ræða við Benedikt um skáldið Rilke, þessa einu skáldsögu hans og tengsl hennar við framúrstefnu og módernisma á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar en í inngangi ritsins varpar Benedikt afar forvitnilegu ljósi á strauma og stefnur í bókmenntum í upphafi aldarinnar. lokum er rætt um áhrif Rilkes og Minnisblaða Maltes Laurids Brigge á bókmenntir sem fylgdu í kjölfarið.

Frumflutt

7. mars 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,