Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúss. Tíu ár verða liðin frá því að Harpa var tekin í notkun 13. maí næstkomandi. Fáir myndu andmæla því að Harpa hafi haft mikil áhrif á menningarlíf landsmanna, sérstaklega tónlistarlífið. En húsið hefur þó ekki síður verið í fréttum fyrir erfiðleika í rekstri. Rætt er við Svanhildi um hlutverk Hörpu, rekstur hennar þessi tíu ár sem liðin eru frá því að húsið var tekið í notkun, framtíð hússins, tíu ára afmælið sem er framundan og svo flygil hússins sem er jafngamall því og komst í fréttir fyrir skömmu þegar Víkingur Heiðar Ólafsson benti á að það þyrfti að fara að huga að því að endurnýja hljóðfærið, það væri komið á tíma.
Frumflutt
4. apríl 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Svona er þetta
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.