Orðið maður er óákveðið fornafn í setningum á borð við “ég veit ekki hvað maður á að gera“ og vísar að vissu marki almennt til fólks en þó mikið til til þess sem talar. Það er eðlilegt þegar orðið hefur sem nafnorð almennu merkinguna manneskja eða fólk.
En þegar orðið hefur ekki þá almennu merkingu heldur bara merkinguna karlmaður, er þá kannski ekki skrítið að sumt fólk, líklega frekar það fólk sem ekki er karlkyns, staldri við og noti ef til vill eitthvað annað í þessari fornafnsmerkingu.
Að minnsta kosti tvö orð hafa nú bæst í þennan flokk, ef svo mætti kalla, af nafnorðum um fólk sem gegna hlutverki óákveðins fornafns. Það eru kona, og man. Orðið kona þekkja flestir en orðið man er líklega minna þekkt. Það hefur merkinguna 'ófrjáls maður, karl eða kona' en líka merkinguna kona í skáldamáli, og sú merking er líklega þekktari, og í sérmerkingunni kona eru sumar konur farnar að nota það í stað orðsins maður, þegar það er notað sem óákveðið fornafn.
Frumflutt
15. mars 2020
Aðgengilegt til
11. nóv. 2025
Orð af orði
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.