Í mörgum tungumálum er formdeild sem nefnist kyn. Í íslensku þýðir þetta að nafnorð skiptast í beygingarflokka eftir kyni, og fornöfn og lýsingarorð sambeygjast þeim yfirleitt, út frá kyni en einnig tölu og falli. Í tungumálum heimsins birtist málfræðilegt kyn á afar fjölbreyttan hátt og kynin eru mismörg séu þau á annað borð þáttur í málinu. Ýmsir fræðimenn sem rannsaka kyn í tungumálum skipta þeim í þrjá flokka sem þeir segja að megi skipta nánast öllum tungumálum í: mál með málfræðilegt kyn, mál með svokallað náttúrulegt kyn, og kynlaus mál.
Frumflutt
15. sept. 2019
Aðgengilegt til
15. júlí 2025
Orð af orði
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.