Orð af orði

Hringtorg eða ekki hringtorg?

Hvað er hringtorg? Það er ekki oft sem skilgreining algengra hluta eins og hringtorga verður fréttaefni, en nýverið hefur raunin orðið sú. Deilt hefur verið um það hvort hafa megi stoppistöð fyrir strætisvagna á tveimur stöðum í Reykjavík, Hagatorgi og við Hádegismóa og einum í Hafnarfirði, við Vörðutorg.

Allt eru þetta hringtorg, minnsta kosti samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu og málvenju. 15. nóvember var greint frá því í Morgunblaðinu vagnstjórar Strætós mættu eiga von á sektum ef þeir stöðvuðu vagna á biðstöðvum við hringtorg, en óheimilt er samkvæmt 28. grein umferðarlaga stöðva bifreið í hringtorgi. Strætó lokaði því biðstöðvunum. 28. grein er raunar eina grein umferðarlaga þar sem orðið hringtorg er notað.

Það virðist reyndar ekki vera mat Reykjavíkurborgar Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur endilega hringtorg. Þó eru við hringtorgið merkingar sem gefa til kynna hringtorg og sama á við um hringtorgið við Hádegismóa þar sem einnig var biðstöð.

Í viðtali við mbl.is 15. nóvember sagðist Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar ekki eiga von á því biðstöðin við Hagatorg yrði færð. Unnið væri því finna hvaða breytingar þyrfti gera á merkingum á svæðinu. Þá voru þessi athyglisverðu orð höfð eftir honum í Morgunblaðinu daginn áður, 14. nóvember:

„Þetta er ekki hring­torg, held­ur ak­braut. Þetta er vissu­lega torg, en ekki endi­lega hring­torg þó það liggi í hring,“

Um það hvort Reykjavíkurborg líti á hringtorgið við Hádegismóa sem hringtorg eða eitthvað annað, sagði Bjarni þetta við mbl.is: „Vænt­an­lega er það hring­torg, en ég hef ekki séð það með ber­um aug­um.“

Frumflutt

8. des. 2019

Aðgengilegt til

7. okt. 2025
Orð af orði

Orð af orði

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Þættir

,