Slangur er orðfæri sem er nær eingöngu bundið óformlegu máli, oft talmáli en einnig óformlegu rituðu máli eins og net- eða SMS-skilaboðum. Það víkur frá viðurkenndu málsniði, þ.e. nýtur ekki viðurkenningar sem gott mál og er síður notað við formlegar aðstæður. Slangur er samt skemmtilegt, frjótt og skapandi og er merki um að tungumál sé lifandi. Slangur getur átt þátt í nauðsynlegri endurnýjun máls.
Það skiptir máli hver notar hvaða slangur og það getur verið nátengt ákveðnum þjóðfélagshópum eða stéttum. Grunnskólakrökkum finnst það til dæmis líklega algjört þrot ef foreldrar tala um að eitthvað sé hellað nett eða alveg illað.
Frumflutt
27. okt. 2019
Aðgengilegt til
26. ágúst 2025
Orð af orði
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.