Áður en snjallsímar tóku við var um tíma vinsælt að nota mp3-spilara. Sennilega var gullöld þessara spilara fyrsti áratugur 21. aldarinnar. Um þetta fyrirbæri voru mynduð ýmis ný íslensk orð. En hvers vegna verða til svo mörg orð um sama fyrirbærið? Í þættinum er einnig litið á orð yfir önnur tæki sem taka má með sér á ferðalög til að hlusta á tónlist, og fjallað um nokkuð sem kallað var meðal annars málvélakefli þegar það kom fyrst fram.
Frumflutt
16. feb. 2020
Aðgengilegt til
21. okt. 2025
Orð af orði
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.