Áhyggjur fólks af hnignun tungumálsins hafa verið kallaðar gullaldartregi. Þetta orð hefur einnig verið skilgreint sem það viðhorf að á einhverjum tímapunkti í fortíðinni hafi málið verið fullkomið. Fólki finnst það yfirleitt vera mál kynslóðarinnar á undan, eða þeirrar þarnæstu. Í sögu íslenskrar tungu hefur oftast verið litið á ritunartíma Íslendingasagna sem gullöld íslensku. Þessar áhyggjur koma upp í öllum málsamfélögum og sumir hafa jafnvel áhyggjur af því að þetta endi með því að við eigum samskipti með því að rymja hvert á annað í stað þess að nota orð, en skýrustu merkin um að það eigi aldrei eftir að gerast, eru að þessar áhyggjur hafa verið til staðar öldum saman án þess að nokkuð slíkt hafi gerst.
Frumflutt
8. sept. 2019
Aðgengilegt til
8. júlí 2025
Orð af orði
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.