Kvöldfréttir

Nýtt hættumat á Reykjanesskaga, Ráðist að Bjarna Benediktssyni.

8. desember 2023

Land heldur áfram rísa við Svartsengi á sama hraða og síðustu daga. Á meðan kvika heldur áfram safnast eru líkur á öðru kvikuhlaupi, sem gæti endað með eldgosi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir ekki miklar líkur á Grindvíkingar geti snúið heim fyrir jól. Arnar Björnsson ræddi við hann.

Hópur fólks sem mótmælti hernaði Ísraela á Gaza stráði rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í dag, þegar hann hugðist halda ræðu á málþing í Veröld - húsi Vigdísar. Lögreglurannsókn fer fram á atvikinu, segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn í viðtali við Benedikt Sigurðsson.

Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum búnum hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Almannavarnir fyrsta gáminn svo hægt tryggja vatn fyrir hitaveituna í Vestmannaeyjum. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

Þúsundir söfnuðust saman í Dublin í dag til votta írska lagahöfundinum Shane MacGowan virðingu sína. Hann lést í síðasta mánuði, sextíu og sex ára aldri. Hestvagni með líkkistu MacGowans var ekið um borgina með lúðrasveit í broddi fylkingar. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá.

Íþróttafólk frá Rússlandi og Belarús sem hefur náð lágmarki inn á Ólympíuleikana í París 2024 fær keppa undir hlutlausum fána. Þetta hefur Alþjóðaólympíunefndin staðfest.

Anton Sveinn McKee, sundkapppi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er kominn í úrslit í 200 metra bringusundi á Evróumeistaramótinu í 25 metra laug.

Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknuimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

7. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,