Lestin

Er þetta gervigreind eða nýtt íslenskt popplag?

Nýlega upphófust heitar umræður á facebook-síðunni Nýleg íslensk tónlist um eðli listar og tengsl hennar við tækni eftir tónlistarmaður nafni Meistari F deildi tónlist á síðunni. Samkvæmt Spotify aðgangi Meistara F hefur hann gefið út 6 plötur á árinu, en nýjasta nefnist Suno Íslensk meistaraverk 1 og inniheldur 44 lög. Vísbendingin er í nafni plötunnar. Meistaraverkin eru smíðuð í samstarfi við tónlistar-spunagreindina Suno AI. Fjöldi tónlistarmanna og menningarvita hafa tjáð sig á síðunni og eru skoðanir vægast sagt skiptar og tilfinningarnar heitar. Lestin í dag er helguð gervigreindartónlist.

Frumflutt

31. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

,