Vallarvörður sendur úr landi, Hreyfing hermir eftir, Ísafjarðar-PIFF
Við byrjum niðri í Laugardal þar sem við röltum í vindi og örlítilli snjókomu um íþróttasvæði Þróttar með vallarverðinum Isaac Kwateng, 28 ára Ganamanni. Isaac, sem hefur spilað fótolta með SR, varaliði Þróttar, og verið virkur í starfi félagsins nokkur undanfarin ár, verður að öllu óbreyttu sendur úr landi á mánudag.
Við fáum að kíkja í heimsókn í hljóðver glænýrrar hljómsveitar. Hljómsveitin Hreyfing er skipuð þeim Elíasi Geir Óskarssyni (úr Inspector Spacetime) og Baldri Skúlasyni (úr Sameheads) og á fyrstu plötu þeirra herma þeir eftir völdum augnablikum úr danstónlistarsögunni
Í dag hefst kvikmyndahátíðin Pigeon International Film Festival, sem fer fram núna um helgina. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við Steingrím Rúnar Guðmundsson, Denna, sem er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
Frumflutt
12. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson