Dægurflugur, næst vinsælasti YouTube aðgangurinn, seinustu þrjár myndirnar á RIFF
Er hægt að búa til stuttmynd á 24 klukkustundum? Á laugardaginn mun hópurinn Dægurflugur halda stuttmyndahátíð í Bíó Paradís, þar sem allar stuttmyndirnar verða búnar til á sólarhring.
Næst vinsælasti YouTube aðgangur í heimi, á eftir Mr. Beast, er indverska jölmiðlafyrirtækið T series. Við heyrum sögu manns sem byrjaði sem götusali en endaði sem stærsti tónlistarmógúll Indlands.
Að lokum förum við yfir þrjár myndir sem Gunnar Theódór Eggertsson fór að sjá á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Það eru myndirnar DuEls, Hunters on a White Field og Pepe.
Frumflutt
3. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.