Í október hófst önnur sería af Svörtu Söndum, spennuþáttaráð úr smiðju Baldvins Z. Aldís Amah Hamilton fer aftur með hlutverk lögreglukonunnar Anítu en þættirnir gerast rúmu ári eftir atburði fyrri seríunnar. Brynja Hjálmsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar fer í saumana á Svörtu Söndum.
Harðkjarnapönksveitin I Adapt er snúin aftur. Hljómsveitin var ein aðaldriffjöður pönksenunnar í Reykjavík á fyrsta áratug aldarinnar: reið, pólitísk og ógnarþétt á tónleikum. Birkir og Ingi Þór úr I Adapt setjast niður með Kristjáni og segja frá tónleikum sem þeir halda í Iðnó um helgina. Þar verður ábyggilega moshpittur og öskursungið með slagaranum Sparks.
Frumflutt
12. des. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.