Lestin

Ástir og örlög Napóleons, költmyndin Foxtrot, samísk tónlist

Við heyrum um költ-hasarmyndina Foxtrot frá árinu 1988, en það stendur til dusta rykið af henni í Bíó Paradís um helgina.

Kolbeinn Rastrick fjallar um stórmynd Ridleys Scott um franska keisarann Napóleon, eina umdeildustu persónu evrópskrar sögu. Pabbar og sagnfræðinördar hafa flykkst á myndina og eru mjög mishrifnir. Það hefur verið fundið ýmsum sagnfræðilegum rangfærslum. En Kolbeinn skemmti sér ágætlega þó myndin væri langt því frá gallalaus.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, hefur í vetur fjallað um tónlist og menningu nokkurra nágrannaþjóða okkar í Lestinni. Grænlenska tónlistarhefð og færeysku grasrótarsenuna. er komið menningu og tónlist Sama í norður Skandinavíu.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,