Jelena Ciric, síðasti kexpakkinn, að lýsa kvikmynd
Sturla Sigurðarson, myndlistar- og tónlistarmaður, flutti til Berlínar síðasta sumar. Þar varð hann sér úti um sérkennilegt starf: að tæma dánarbú. Við heyrum sögur af vettvangi og veltum fyrir okkur hvað verður um alla hlutina sem við sönkum að okkur, hvort það sé hægt að finna merkingu í handahófskenndum munum af heimilum ókunnugra.
Una María Magnúsdóttir er að vinna í því að verða gjaldgeng í samfélagi kvikmyndaáhugafólks. Í dag veltir hún því fyrir sér hvernig við lýsum kvikmyndunum sem við elskum.
Jelena Ciric sendi frá sér stuttskífuna Shelters Two síðastliðið haust, í kjölfar Shelters One sem kom út árið 2020. Jelena segist á plötunum tveimur hafa gert tilraun til þess að búa sér til heimili þar sem hún tilheyrir alveg 100 prósent. En Jelena er fædd í Serbíu, uppalin í Kanada og bjó á Spáni og í Mexíkó áður en hún flutti til Íslands. Við ræðum tónlist, blaðamennsku og goðsagnir við Jelenu ?iri?.
Lagalisti:
Sun City Girls - Black Orchid
Stirnir - A.I. Horse
Jacob Tanaka - SIP
Connie Converse - Chanson Innocent
Arthur Russell - I Couldn't Say It To Your Face
KUSK, Óviti - Loka augunum
Jelena Ciric - Inside Weather
Jelena Ciric - Other Girls
Jelena Ciric - Rome
Frumflutt
9. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson