Morgunball í Færeyjum, ástin er blind, stafræn hugvísindi
Björk Þorgrímsdóttir hefur verið að horfa á sjónvarpsþættina Love is Blind, en síðasti þáttur í fimmtu seríu þáttanna kom nú um helgina. Björk fékk til sín Hauk Inga Jónasson, sálgreini og kennara, til að velta fyrir sér blindri ást fyrir allra augum.
Við förum í ferðalag um Færeyjar og spenanndi tónlistarlíf sem blómstrar þar. Fararstjórinn okkar er Katrín Helga Ólafsdóttir.
Og að lokum veltum við fyrir okkur stafrænum hugvísindum, með Eiríki Smára Sigurðssyni, heimspeking og formanni miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista.
Frumflutt
18. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.