Notuð merkjavara, tékknesk dægurmenning, einlægni á tæknitímum
Margrét Unnur lærði að leita uppi gersemar á nytjamörkuðum í Berlín. Nú hefur hún opnað vefverslunina Brot, þar sem hún selur merkjavörur sem hún hefur sjálf fundið í búðum eða á netinu. Við ræðum tísku og flíkur með sál.
Við hringjum til Prag og forvitnumst um tékkneskt bíó, tónlist og skemmtanalíf. Nikulás Tumi Hlynsdóttir nemi í kvikmyndagerð við FAMU er leiðsögumaður okkar.
Hvað eiga Charli XCX og Radiohead sameiginlegt? Nína Þorbjörg Árnadóttir setur fram kenningu um einlægt popp á tæknitímum.
Frumflutt
24. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.