Hver þarf Ritstjóra? RIFF: Tógólísa, Belonging, May December og Hrunið
Ritstjóri nefnist nýr fjölmiðill Snorra Mássonar, en hann hefur verið einn mest áberandi ungi fjölmiðlamaðurinn á Íslandi undanfarin ár. Við ræðum hvort að þetta sé raunverulega nýr fjölmiðill eða bara ný framsetning á Moggabloggi. Við pælum líka í einstaklingsfjölmiðlum og vinsældum þeirra í samtímanum.
Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár kvikmyndir sem hann sá á RIFF. Þetta eru heimildarmyndirnar Tógólísa og Belonging, og ný kvikmynd Todd Haynes sem nefnist May December.
Við heyrum svo í presti og sálgreini sem fylgdust með sálarheilsu Íslendinga á hrundögunum dramatísku í byrjun október 2008.
Frumflutt
3. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.