Lestin

Audible, ættfræði, John Wilson, Ísraelsfáni á Breiðabliksvelli

Við ræðum leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv við Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann. Hefði Breiðablik getað sniðgengið, hætt við, neitað keppa? Og hvaða afleiðingar hefði það haft í för með sér? Og hvenær mega íþróttir og pólitík blandast, hvenær ekki?

Eiríkur Guðmundsson fór í heimsókn í Skerjafjörðinn árið 2018 og ræddi við Odd F. Helgason, ættfræðing. Oddur og kona hans Unnur Björg Pálsdóttir féllu frá í vikunni, til stóð Odd í Lestina, en við huggum okkur við þetta viðtal sem leyndist í kistu Ríkisútvarpsins.

Kristján vill segja upp Audible áskriftinni sinni, en getur það ekki, sama hvað hann reynir. Og Hjalti Freyr Ragnarsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur í Lestinni hefur sérstakan áhuga á sjónvarpsþáttunum How To With John Wilson. Þættirnir koma úr smiðju Bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO og eru á mörkum þess vera vídjólist og sjónvarp.

Frumflutt

4. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,