Á föstudag létu mótmælendur rauðu glimmeri rigna yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra til að andmæla afstöðuleysi ríkisins gagnvart framferði Ísraelshers á Gaza. Við pælum í glimmeri, eggjum, skóm og öðrum hlutum sem mótmælendur hafa kastað í stjórnmálafólk í gegnum tíðina.
Lestin er komin í jólaskap og ætlar að velta fyrir sér nýjum og sígildum jólalögum. Iceguys, Prettyboichocco og Laddi koma meðal annars við sögu.
Þungarokkshátíðin Andkristni hefur farið fram í kringum jólin frá árinu 2000. Við ræðum við einn aðstandendanna, Viktor Árna Veigarsson, sem tekur þátt í skipulagningunni í fyrsta skipti ár.
Frumflutt
11. des. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.