ok

Lestin

Fleiri hlusta á Diddy, tækni án hindrana, Pan-arctic vision

Undanfarna mánuði hefur bandaríski tónlistarmaðurinn og útgefandinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verið reglulega í fréttum. Ástæðan eru holskefla hryllilegra ásakana um ofbeldi, kynferðisofbeldi, kúganir - ákærur fyrir mansal og skipulagða glæpastarfsemi. En þrátt fyrir ásakanirnar hafa hlustunartölur Diddy á streymisveitum rokið upp síðustu vikur - og þetta virðist raunar vera reglan frekar en undantekningin þegar stórstjörnur eru sakaðar um ofbeldi. Við pælum í slaufunum og streymisveitum.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, er doktorsnemi við Háskóla Íslands þar sem hún rannsóknar hvernig stafræn þróun hjá hinu opinbera hefur áhrif á réttindi fatlaðs fólks. Á dögunum fór hún af stað með nýja Facebook síðu, Tækni án hindrana.

Tónlistarkeppnin Pan-Arctic Vision var haldin í Nuuk þann 12. Október síðastliðinn. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum. Katrín Helga Ólafsdóttir ræðir við Snæbjörn Helga Arnarson Jack um hátíðina.

Frumflutt

22. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,