Úkraínskir flóttamenn á Ásbrú, Natassja Kinski, RIFF-spjall
Lestin í dag er tileinkuð alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í dag.
Hin Úkraínska Anastasiia Bortuali þurfti að hætta í kvikmyndanámi í Pétursborg þegar innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Fyrir tilviljun endaði hún sem flóttamaður á Íslandi. Hún byrjaði að skrásetja líf fólksins í kringum sig á Ásbrú á snjallsímann sinn og nú frumsýnir hún heimildamyndina Temporary Shelter, Tímabundið skjól. Við fáum Anastasiiu í heimsókn.
Við fáum líka heimsókn frá tveimur ungum kvikmyndagerðarmönnum sem sýna stuttmyndir á RIFF í ár. Tumi Björnsson og Salvör Bergmann ræða um gott og slæmt kvikmyndanám, Tiktok-kvikmyndagerð og stuttmyndir sem listform.
Pólsk-þýska leikkonan Natassja Kinski er einn af heiðursgestum RIFF í ár. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur segir frá þessari virtu leikkonu.
Frumflutt
26. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson