Riff-yfirferð, Dacia Duster, hvaða stétt tilheyrir þú?
Við ræðum við félagsfræðiprófessor um stéttir, og veltum því fyrir okkur hvernig sé hægt að komast að því hvaða stétt maður tilheyrir. Ef maður upplifir sig í millistétt, er maður þá ekki í millistétt? Tilefnið er fyrirlestur á vegum RIKK, en fyrirlestrarröðin er tileinkuð stéttarhugtakinu í haust.
Datsía Duster er einhver vinsælasti bíll á Íslandi, að minnsta kosti á bílaleigum landsins. Raunar er hann svo áberandi að hann er orðinn að hálfgerðu tákni - en hvað táknar hann? Bjarni Daníel hélt í bíltúr að leita að merkingu Dustersins.
Við flettum í gegnum dagskrá Riff og nefnum það sem vekur áhuga okkar þar.
Frumflutt
25. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson