• 00:01:53Nonykingz
  • 00:21:59Lesbíuendurreisnin í popptónlist
  • 00:46:14Extreme Chill

Lestin

Lesbíu-endurreisnin, íslenskt afróbeat, Extreme Chill

Þeir eru eflaust fáir sem hugsa um okkar kalda sker í Norður-Atlantshafi þegar þeir heyra afróbeats-tónlist - en héðan sprettur þó slík tónlist. Nonykingz er rúmlega þrítugur tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Nígeríu en búsettur hér undanfarin 8 ár. Frá 2016 hefur hann sent frá sér fjölda laga um ástina, kynlíf og partý. Við ræðum við Nonykingz um afrobeat, tónlistarbransann, um Nígeríu og ástina sem dróg hann til Íslands frá Filippseyjum.

Hvað þýðir það þegar sjálfsmynd kemst í tísku? Er lesbíu-endurreisn í gangi? Ein vinsælasta poppstjarna sumarsins var hin bandaríska Chappel Roan, sem syngur á einlægan hátt um ástarsambönd sín við konur. Við ræðum þetta, Billie Eilish og Lady Gaga við Steinunni og Katrínu Lóu, sem hafa velt þessu mikið fyrir sér.

Og við forvitnumst um Extreme Chill, sveimtónlistarhátíðina, sem hófst í gær í fimmtánda sinn.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,