Fyrr í júní hóf göngu sína í danska ríkissjónvarpinu, DR, heimildaþáttaröð sem nefnist Sexisme i musikbranchen, sexismi í tónlistarbransanum. Þættirnir gera grein fyrir þeim mikla kynjahalla sem ríkt hefur í dönsku tónlistarlífi um árabil, með vísan til rannsóknar á stöðu kvenna í geiranum sem birt var 2022. En auk þess að greina frá sláandi tölfræði, er í þáttunum rætt við ýmsa sérfræðinga og fjöldan allan af dönskum tónlistarkonum sem segja frá reynslu sinni úr bransanum. Við hringjum til Kaupmannahafnar til að reyna að átta okkur betur á umtalinu sem þættirnir hafa vakið upp á síðkastið.
Sævar Andri Sigurðarson, tónlistarmaður og pistlahöfundur Lestarinnar, veltir fyrir sér yfirstandandi kántrí-tískubylgju.
Jonathan Zenti er ítalskur og starfar við hlaðvarpsþáttagerð. Lóa hitti hann á Audio Storytelling Festival í Róm í vor og ræddi við hann um þættina Meat, frá árinu 2018. Þættirnir fjalla um líkama, hver á þá, sambönd okkar við okkar eigin líkama og líkama annarra.
Lagalisti:
Astrid Sonne - Do you wanna
Mija Milovic - CPH
ML Buch - Teen (af Fleshy EP 2017)
Post Malone, Blake Shelton - Pour Me A Drink
Shaboozey – A Bar Song
Eagles – Take It Easy
Bob Dylan, Johnny Cash – Girl from the North Country
Lil Nas X – Old Town Road
Beyoncé - Texas Hold’em