• 00:01:07Skítabær
  • 00:20:20Fjóla Gerður um ferlið og endatakmarkið
  • 00:30:36Svartþoka

Lestin

Svartigaldur Svartþoku, Skítabær, Seneca

Við bryjum þáttinn í félagsíbúð í Þrándheimi. Ole Martin Hafsmo vann til verðlauna fyrir hlaðvarpsþættina Skitbyen sem hann gerði fyrir NRK síðastliðið vor. Lóa hitti hann á útvarpsráðstefnu í Róm í vor og ræddi við hann um þættina sem segja sögu móður hans sem býr í Skítabæ.

Fjóla Gerður er nemi við Menntaskólan í Hamrahlíð. Hún hefur áhuga á heimspeki, list og körfubolta. Og í dag flytjum við fyrsta pistilinn hennar í þættinum, sem fjallar um hugmyndir Seneca og hinna stóuspekinganna um ferlið og endatakmarkið.

Hljómsveitin Svartþoka var stofnuð á Norðanpaunki fyrir nokkrum árum síðan og vinnur með þjóðleg minni í bland við rökkurbylgju (e. dark wave) í tónlist sinni. Sviðsframkoma sveitarinnar er ritúalísk, þær hella yfir sig blóði, stilla upp hauskúpum og öðrum drungalegum munum, og leika á gítar með kjötöxi svo fátt eitt nefnt. Ólöf Rún og Día úr Svartþoku líta við í dag og við ræðum galdurinn í músíkinni, afturgöngur á sveitabæ á Snæfellsnesi og textagerð sem er innblásin af aldagamalli særingaþulu.

Frumflutt

24. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,