Joe Bini og Maya Daisy Hawke eru bæði par og samstarfsfélagar, og hafa síðan á tíunda áratugnum fengist við að klippa kvikmyndir. Þau voru heiðursgestir á Skjaldborg í ár og í þætti dagsins kynnumst við þeim betur - ræðum við þau um Grizzly Man og Navalny, myndir sem þau klipptu, og listgreinina sem klippið raunverulega er.
Vi[ rifjum upp vefrit um menningu sem var upp á sitt besta fyrir um áratug og hristi rækilega upp í íslenskri menningarumræðu. Lóa Björk ræðir við Eirík Örn Norðdahl um Starafugl.
Frumflutt
21. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.