Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin á Patreksfirði í sautjánda sinn um helgina, og við ætlum að hefja Lestina í dag á því að taka stöðuna á skipuleggjendum hátíðarinnar.
Guðrún Úlfarsdóttir, pistlahöfundur, fjallar um hljómsveitina The Shaggs. Fyrsta plata þeirra, The Philosophy of the World, kom út seint á sjöunda áratugnum og þykir ýmist meistaraverk, eða ein versta plata allra tíma.
Við heimsækjum Gallerý Port sem er flutt í glænýtt húsnæði við glænýja götu í Reykjavík. Gallerý Port er listamannarekið gallerý og um þessar mundir stendur yfir sýning Narfa Þorsteinssonar, Hús fundur.
Frumflutt
16. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.