300 ára Kant, ný Tónlistarmiðstöð, krakkar stýra Lestinni
Fáir hafa haft jafnmikil áhrif á vestræna heimspeki og Immanuel Kant, og í dag eru einmitt þrjú hundruð ár frá fæðingu hans. Emma Björg Eyjólfsdóttir og Björn Þorsteinsson heimspekingar líta við í tilefni dagsins.
Barnamenningarhátíð hefst í vikunni, og til að fagna því verður umsjón Lestarinnar í höndum Krakkaveldis á morgun. Við heyrum hljóðið í fjórum ungum útvarpsmönnum.
Á morgun verður opnuð við Austurstræti ný Tónlistarmiðstöð, sem hefur það markmið að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Miðstöðin sameinar undir einum hatti Tónverkamiðstöð, Útón og nýstofnað Inntón. Við kíktum í heimsókn og ræddum við Maríu Rut Reynisdóttur, framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar.
Frumflutt
22. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson