GDRN finnur sig, Aldrei fór ég suður-áhrifin, rappari frá St. Louis
Við hringjum vestur á Ísafjörð og ræðum við Matthildi Helgadóttur Jónudóttur. Hún er ein þeirra fjölmörgu Ísfirðinga sem gera það kleift að tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, verði að veruleika.
GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð, sendi frá sér nýja plötu í síðustu viku, Frá mér til þín. Platan er poppuð og hress. Hún varð til skömmu eftir fæðingarorlof Guðrúnar. Á því tímabili fattaði hún að henni er slétt hvað öðrum finnst.
Að lokum heyrum við í Þórði Inga Jónssyni, sem ræddi nýverið við rapparann 3300 Grim frá St. Louis.
Frumflutt
26. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.