Fall hjónabandsins, siðfræði fjallgarða, tónleikabrölt
Við rennum yfir helstu sigurvegara á Óskarnum og svo beinum við sjónum okkar að verðlaunahafanum í flokkinum besta handrit. Það er franska kvikmyndin Anatomy of a Fall, Anatomie d'une chute eða Fallið er hátt. Við veltum fyrir okkur hjónaböndum og kynjajafnrétti, valdi og réttarhöldum og gluggum af tilefni í bókina Communion: The Female Search for Love eftir bell hooks.
Guðrún Úlfardóttir er landvörður og landfræðinemi og þekkir vel siðfræði fjallgarða. Við fáum að heyra um líkin á Everest og mannætur.
Það hefur verið vísir að vori í lofti í Reykjavík síðustu daga, dagarnir lengri, bjartari og örlítið hlýrri - og það sama má segja um tónleikalíf borgarinnar, helgin sem leið var alla vega mjög viðburðarík. Bjarni Daníel sá þó nokkuð af hljómsveitum hér og þar í bænum á föstudaginn var.
Frumflutt
11. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson