Djöfullegur flautuleikur, þættir um Sigga Hakkara, palestínskar myndir í Bíó Paradís
Þættirnir A dangerous boy sem fjalla um Sigurð Þórðarson, eða Sigga hakkara, fóru nýlega í sýningu á Stöð 2. Ættingjar eins þolanda Sigurðs, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, lýstu yfir mikilli óánægju með þættina og sérstaklega atriði í þeim þar sem Siggi fer að leiði drengsins, sem tók sitt eigið líf árið 2016. Við ræðum þetta og þau álitamál sem tengjast þáttunum við Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildinnar, og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, heimildamyndagerðakonu.
Sunnudaginn 28. janúar fer fram fyrsta sýning ársins hjá Bíótekinu, samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Bíó Paradís, en um er að ræða úrval kvikmynda frá Palestínu; tvær stuttmyndir síðdegis og tvær myndir í fullri lengd þegar líður á kvöld. Við ræðum við Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, verkefnastjóra Kvikmyndasafnsins.
The Piper er nýjasta kvikmynd leikstjórans Erlings Thoroddsen, en hún byggir á þýsku þjóðsögunni um rottufangarann frá Hameln. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í myndina.
Fairuz - Aloula
King Crimson - I Talk To The Wind
Frumflutt
25. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson