Við ræðum við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld um nýtt verk hans, Lúna, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu á dögunum. Verkið var orðið umdeilt löngu fyrir frumsýningu, vegna þess að í titli þess var nafn manns sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot, verkið hét áður Kvöldstund með Heiðari snyrti.
Guðrún Úlfarsdóttir er nýr pistlahöfundur í Lestinni. Í sínum fyrsta pistli veltir hún fyrir sér sambandi heimilisþrifa við línulega, kapitalíska tímaskynjun.
Í október opnaði nýtt listamannarekið gallerý við Ingólfsstræti í miðbæ Reykjavíkur - Á milli. Katerina Spathi er ein þeirra sem sjá um rýmið.
Lagalisti:
Norah Jones - Unchained Melody
Giovanni Venosta - Woman in Late
The cleaners from venus - I fell in love with a cleaner
Sault - Air
Donnell Pitman - Burning Up
Frumflutt
22. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson