• 00:01:10Íslensk andlit til sýnis
  • 00:22:45Pistill um glataðar ljósmyndir
  • 00:32:08Kóreiskar og Japanskar goðsögur

Lestin

Íslensk andlit til sýnis, asískar goðsögur, glataðar ljósmyndir

Kristínu Loftsdóttur mannfræðingi leiddist á safni á Kanaríeyjum þangað til hún kom auga á brjóstmyndir sem voru nokkuð kunnuglegar. Gipsafsteypur af Íslendingum og öðrum þjóðarbrotum endurspegla þá kynþáttahyggju sem var forsenda ofbeldis og rányrkju nýlenduveldavelda á 19. öld. Brjóstmyndirnar urðu kveikjan rannsókn hennar og nýrri bók, Andlit til sýnis, sem er gefin út af Sögufélaginu.

Við heyrum um aðra bók sem kemur út fyrir jólin. Goðsögur frá Kóreu og Japan inniheldur 10 goðsögur auk inngangs og skýringa sem setja sögurnar í samhengi við samfélag og menningu Kóreu og Japan. Við ræðum við aðstandendur bókarinnar, en ein þeirra er einmitt stödd í Suður-Kóreu við fornleifauppgröft.

Helgi Grímur Hermannsson flytur sinn fyrsta pistil hér í Lestinni um minningar sem renna út í sjó, snjallsíma, samfélagsmiðla og ljósmyndir. ?Notkun ljósmynda á samfélagsmiðlum gerir augnablikið einnota og fljótlega ómerkilegt, miðillinn krefst þess þú framleiðir meira. Og við njótum, eða innbyrðum öllu heldur, í einrúmi.? sagði Helgi Grímur.

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,