Iceland Noir sniðgengin, Trúbadorinn Stella Haux, Drif á Lækjartorgi
Við förum yfir menningarátökin sem standa nú yfir í bókmenntaheiminum. Þar er verið að ræða hvort rithöfundar eigi að sniðganga Iceland Noir, glæpasagnahátíð í Reykjavík, vegna þátttöku Hillary Clinton, fyrrum forsetaframbjóðanda og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á hátíðinni. Stríðið á Gaza og afstaða Hillary Clinton til vopnahlés er ástæðan fyrir því að nokkrir hafa ákveðið að taka ekki þátt í ár. Er bókmenntahátíð vettvangur fyrir pólitísk átök og er Hillary Clinton meira en bara umdeild?
Á morgun hefði Stella Haux, Guðný Stella Hauksdóttir, orðið sjötug. Rauðsokka, verkalýðsbaráttukona, trúbador, Stella var eldheit baráttukona. Á morgun verður hennar minnst á tónleikum á Dillon, í tilefni sjötugsafmælisins. Dagný Krisjtánsdóttir, prófessor emerítus í Íslenskum nútímabókmenntum, var vinkona hennar. Hún kom í Lestina og sagði frá Stellu.
Danstónlistarútvarpið Drif hefur haldið út metnaðarfulli dagskrá allar helgar frá því í sumar. Heimili stöðvarinnar er nú í Hljómturninum á Lækjartorgi en þar þeyta plötusnúðar skífum og streymt er beint frá turninum á Yotutube. Atli James, betur þekktur sem Jamesendir, tekur á móti okkur í Hljómturninum og segir frá Drifinu og stöðunni í íslensku raftónlistarlífi.
Frumflutt
16. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson