• 00:01:08Sjúkrahús sprengt á Gaza
  • 00:07:59Framtíð laxeldis
  • 00:20:19Sjónvarpssería Anítu Briem

Kastljós

Læknishjálp á átakasvæðum, framtíð laxeldis, Svo lengi sem við lifum

Hátt í 500 manns létust og um 340 særðust þegar sprengjuárás var gerð á sjúkrahús á Gaza-svæðinu. Samkvæmt alþjóðalögum er bannað nota spítala og sjúkraflutninga í hernaðartilgangi eða sem skotmörk, en þau lög eru alltof oft brotin. Kastljós ræddi við Láru Jónasdóttur, stjórnarmann Íslandsdeildar Lækna án landamæra um mannúðaraðstoð á átakasvæðum.

Áhrif slysasleppinga úr eldiskví í Patreksfirði voru umfangsmeiri og verri en fiskifræðingar gerðu ráð fyrir, eins og fram kom í Kveik í gær. Áhættumat gerði hreinlega ekki ráð fyrir strokulax gæti verið orðinn kynþroska og dreift sér jafn víða og hratt og raunin varð. Á laxeldi í opnum sjókvíum framtíð fyrir sér í ljósi þessara atburða? Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var gestur Kastljóss, en hún kynnti á dögunum fiskeldisstefnu til ársins 2022.

Það tók Anitu Briem sjö ár skrifa handrit þáttaraðarinnar Svo lengi sem við lifum, sem byggir miklu leyti á hennar eigin reynslu. eru þættirnir komnir í sýningar á Stöð 2. Við kynntum okkur þættina.

Frumsýnt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,