ok

Kastljós

Fjölmiðlar og upplýsingaflæði, ofurhlaup í Ölpunum, Menningarfréttir

Fjölmiðlar um allan heim standa frammi fyrir ýmsum vandamálum svo sem minnkandi áhorfi, áhuga og tekjum. Þeir gegna hins vegar svo mikilvægu hlutverki að það verður að leysa þennan vanda, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá CNN og aðalritstjóra hjá BBC. Ingibjörg er gestur Kastljóss.

Svo kölluð ofurhlaup verða sífellt vinsælli á Íslandi og æ fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa hlaupið meira en hundrað kílómetra í einu hlaupi. Færri hafa þó afrekað að klára 350 kílómetra fjallahlaup eins og þeir Sigurður og Gunnar gerðu á dögunum. Við hittum þá í Heiðmörk.

Hvað kostar að fara í bíó og leikhús nú til dags og hversu dýrara er það nú miðað við fyrir áratug? Við rýndum í miðaverð í hinum vikulegu Menningarfréttum, kynntum okkur líka upprennandi kvikmyndagerðarmann og litum á kápu á nýútkominni plötu, sem er sláandi lík umslagi af nýlegri plötu Víkings Heiðars.

Frumsýnt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,