ok

Kastljós

Óleyfisgisting í Grindavík, matarkvíði og hjálparkokkur jólasveinsins

Grindvíkingar eru sumir hverjir ósáttir við að vera neyddir til að yfirgefa heimili sín klukkan níu á kvöldin og skilja ekki hvers vegna rýmingu að næturlagi hafi ekki verið aflétt nú þegar jarðhræringar eru að miklu leyti gengnar niður. Nýtt hættumat er væntanlegt á miðvikudag og hefur lögreglustjóri gefið það út að breytist það lítið skoði hann að aflétta rýmingu að nóttu til. Við heimsóttum Grindavík í þætti dagsins.

Jólahald okkar flestra einkennist ekki síst af því að gera vel við sig í mat og drykk. Veisluborðin svigna undan kræsingum og hvert jólaboðið rekur annað og þess á milli er nartað í sætindi og afganga, ósjaldan í óhófi með tilheyrandi vanlíðan, jafnt líkamlegri sem andlegri og mörg upplifa hreinlega kvíða í tengslum við mat um jólin. Við ræddum við Röggu Nagla heilsusálfræðing um hvernig ráða megi bug á matarkvíða og gæta sér hófs.

Hjálparkokkar Jólasveinsins er félag sem hjálpar foreldrum barna sem hafa lítið milli handanna að uppfylla jólaóskir þeirra. Hjálparbeiðnirnar í ár eru orðnar á þriðja hundrað. VIð kíktum til stofnanda félagsins.

Frumsýnt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,