ok

Kastljós

Framtíð heilbrigðiskerfisins, sjálfsvígsforvarnir og Álftagerðisbróðir

Nigel Edwards, breskur sérfræðingur í stefnumótun á heilbrigðissviði, segir að áskoranir í heilbrigðiskerfi Íslendinga séu mikið til hinar sömu og annarra þjóða, meðal annars skortur á heilbrigðisstarfsfólki, Heilbrigðiskerfi þurfi að skipuleggja út frá starfsfólki. Við fáum Sigríði Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðing og Davíð O. Arnar lækni til að ræða um þarfir og bjargir í heilbrigðisþjónustu til framtíðar

Rætt er um forvarnir gegn sjálfsvígum og segir sálfræðingur Píeta samtakanna áföll vegna ofbeldis, stóran áhættuþátt. Að tala um sjálfsvíg er ein helsta forvörnin, og fyrsta skrefið í átt að bata,

Í lok þáttar þáttar hittum við Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem hefur í rúma hálfa öld glatt landsmenn með söng.

Frumsýnt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,