ok

Kastljós

Leiðtogafundur Evrópuráðsins, niðurrif bygginga, Opnun

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hófst í Hörpu í dag en þar koma saman tugir evrópskra þjóðarleiðtoga til að ræða um stríðið í Úkraínu. Gert er ráð fyrir að á fundinum verði samþykkt að halda tjónaskrá svo draga megi Rússa til ábyrgðar. Er Evrópuráðið góður vettvangur fyrir slíkar aðgerðir? Hver eru völd þess og hvað hafa leiðtogarnir sagt það sem af er fundi? Rætt við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann sem jafnframt á sæti í þingmannanefnd Evrópuráðsins, og Hallgrím Indriðason fréttamann.

Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að byggðar verði 35 þúsund íbúðir á 10 árum en líka að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Til þess þarf að breyta um byggingaaðferðir því mannvirkjageirinn er einn mesti mengunarvaldur heims. Rætt við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt sem hannar nú blokk sem meðal annars á að reisa úr endurnýtanlegum efnum.

Sýningin Opnun í stúdíói í Hamraborginni er samsýning listamanna sem fjallað hefur verið um í sjónvarpsþáttunum Opnun sem sýndir voru á RÚV.

Frumsýnt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,