ok

Kastljós

Ástarsvik á netinu, Iceland Airwaves, menningarfrétir

Með aukinni er tækni eru símar og tölvur líklega orðið það tól sem fólk í leit að ástinni notar mest. En þó það hljómi saklaust að skrá sig á stefnumótarsíður á netinu, þá er það ekki endilega hættulaust. Kastljós hitti mann í Reykjanesbæ á dögunum sem fór heldur betur flatt á því og tapaði peningum í samskiptum sínum við einhvern sem sagðist vera úkraínsk kona.

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir að netsvik séu vaxandi vandamál. Bæði geti um verið að ræða einstaklinga og skipulagða glæpahópa. Erfitt sé að ná peningunum til baka en því fyrr sem svindlið sé tilkynnt þeim mun meiri líkur.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er hafin en þetta er ein stærsta tónlistarveisla ársins. Kastljós var í beinni útsendingu frá miðbæ Reykjavíkur.

Í öðrum menningarfréttum var sagt frá Norðurlandaráðsverðlaunum Ránar Flygenring, nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum og barnakvikmyndahátíð sem nú stendur yfir.

Frumsýnt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,