ok

Kastljós

Brunavarnir í húsum, slys á rafskútum, afmæli Íslenska dansflokksins

Umfjöllun Kveiks um ólöglegt og jafnvel hættulegt húsnæði vakti mikla athygli í síðustu viku. Ekki síst brá mörgum að sjá niðurgrafinn kolakjallara þar sem fjölskylda frá Venesúela hafðist við. Arnhildur Hálfdánardóttir og Arnar Þórisson, dagskrárgerðarmenn í Kveik, héldu rannsókn sinni áfram og sögðu meðal annars frá því að fjölskyldan væri nú komin í öruggt húsnæði.

Fjórðungur alvarlegra slysa í umferðinni í fyrra var hjá þeim sem ferðuðust um á rafskútum. Nú stendur til að þrengja reglur um notkunina auk þess sem viðamikil herferð á að benda fólki á hætturnar sem geta fylgt þessum ferðamáta. Rætt við sérfræðing hjá Samgöngustofu.

Íslenski dansflokkurinn fagnar hálfrar aldar afmæli í ár og af því tilefni verður afmælisveisla í Borgarleikhúsinu um helgina. Fjallað var um hátíðina og sögu flokksins í þætti kvöldsins.

Frumsýnt

27. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,