• 00:00:56Íslenska í framhaldsskólum
  • 00:13:00Hár kostnaður læknisþjónustu eldriborgara
  • 00:19:35Pólskt íslenskt leikhússsamstarf

Kastljós

Leikritið Nánd, íslenska í framhaldsskólum og hjúkrunarkostnaður

Nemendur sem eiga annað móðurmál en íslensku eru ört stækkandi hópur í skólum landsins. Þeir hafa aðrar þarfir, kalla á breytta kennsluhætti og brotfall úr skóla er algengara þeirra á meðal. Shkelzen Veseli, framhaldsskólanemi og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara lögðu mat á stöðu þessara nemenda.

Kostnaður við flutninga og dvöl á hjúkrunarheimilum getur verið erfið áskorun og jafnvel hindrun fyrir þá sem þurf á þjónustunni halda. Helgi Pétursson, formaður landssambands eldri borgara ræðir stöðu eldra fólks sem dvelur á þessum heimilum.

Leikritið Nánd/Proximity er samstarfsverkefni pólskra og íslenskra listamanna sem var frumflutt í Gdansk á dögunum, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, listrænn stjórnandi segir frá víðara samhengi verkefnisins, auk Birgis Hilmarssonar sem samdi tónlist verksins og leikaranna Mieszko Wierci?ski, Oliwia Dro?d?yk og Olgu Boladz.

Frumsýnt

13. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,