• 00:00:02Versnandi líðan ungmenna
  • 00:12:20Ör framþróun í gena- og frumumeðferð
  • 00:20:20Hópmynd af sjálfi

Kastljós

Versnandi líðan ungmenna, frumu- og genameðferðir, Hallgrímur Helgason

Líðan ungmenna hefur farið versnandi undanfarin ár, kvíði og depurð hefur aukist en rannsókn sem kynnt var í gær bendir til þess COVID hafi ýtt enn meira undir þessa neikvæðu þróun. Við ræðum ungmennin okkar og ábyrgð samfélagsins við Sigurþóru Bergsdóttur, stofnanda Bergsins, og Þórhildi Halldórsdóttur barnasálfræðing og lektor við HR.

Stórstígar framfarir hafa verið í þróun frumu- og genameðferða á undanförnum árum og jafnvel talað um byltingu í læknavísindum. En því fylgja líka áskoranir. Þróun og notkun slíkra meðferðarúrræða getur verið feykilega dýr og kallar mögulega á nýja nálgun við fjármögnun þeirra. Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðanda, stóðu fyrir ráðstefnu um þessi mál á mánudag ásamt Landspítalanum og heilbrigðisráðuneytinu

Fjölbreyttar, ólíkar og skærlitar sjálfsmyndir Hallgríms Helgasonar sjá á verkum sýningarinnar Hópmynd af sjálfi sem við heimsóttum á dögunum.

Frumsýnt

15. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,