Kastljós

Suðurnesjalína 2, langvinnir verkir tengjast áföllum í æsku, óperan

Við hefjum þáttinn á umræðu um rafmagnsöryggi á Reykjanesskaganum og langvinnum deilum um Suðurnesjalínu 2. Sveitarfélagið Vogar hefur eitt sveitarfélaga á svæðinu hafnað umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir raflínunni og segir þörf á nýju umhverfismati í ljósi þess goshrina er hafin á Reykjanesskaga en ákvörðun Landsnets um legu línunnar var tekin fyrir gos. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum, og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, eru gestir Kastljóss í kvöld. Við ræðum einnig við Þorvald Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Við segjum frá nýrri rannsókn sem sýnir fram á tengsl eru á milli lang­vinnra verkja á full­orðins­ár­um og sál­rænna áfalla í æsku en rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Við ræðum við Vigdísi Hlíf Pálsdóttur ráðgjafa.

Undir lok þáttar fáum við nokkra óperutóna því verkið Madama Butterfly var frumflutt í Íslensku óperunni um helgina.

Frumsýnt

6. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,