• 00:00:43Bjarni Benediktsson um verðbólgu
  • 00:20:22Pósturinn fækkar afgreiðslustöðum

Kastljós

Bjarni um verðbólgu, Pósturinn lokar átta starfsstöðvum

Verðbólga mælist yfir tíu prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár, þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar aðhald í fjármálaáætlun. Hvað felur það í sér? Og hvað um tekjuhliðina, á taka upp bankaskatt eins og formaður fjárlaganefndar velti upp? Bjarni er gestur Kastljóss.

Afgreiðslustöðum Póstsins hefur brátt fækkað um helming frá aldamótum. Átta afgreiðslustöðum verður lokað síðar á þessu ári og verða þá 46. Af þeim átta sem loka í september eru tvö pósthús, í Mjódd og Ólafsvík, en einnig verður samningum um póstafgreiðslu sagt upp á sex þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni , t.d. í Bolungarvík. Bæjarstjórinn segir breytinguna vera þjónustuskerðingu en forstjóri Póstsins segir aðrar lausnir auka þjónustu. Kastljós kynnti sér málið.

Frumsýnt

1. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,