Kastljós

Ár frá innrás Rússa í Úkraínu

Á föstudag verður ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir ekki útlit fyrir stríðið taki enda í bráð hefur baráttuvilji Úkraínumanna síst minnkað og segjast heimamenn ekki einu sinni íhuga þann möguleika þeir tapi stríðinu. Við verðum með fókusinn á Úkraínu í þætti kvöldsins og fáum til okkar Rósu Magnúsdóttur prófessor í sagnfræði og Oksönu Shabatura, sem er úkraínsk en hefur búið í næstum tvo áratugi á Íslandi. Við ræðum einnig við Ingólf Bjarna Sigfússon fréttamann sem er staddur í Úkraínu ásamt Ingvari Hauki Guðmundssyni myndatökumanni og heyrum brot úr viðtali hans við Oleg Nikolenko, talsmann utanríkisráðherra Úkraínu. Við hittum einnig úkraínkst flóttafólk og sjálfboðaliða í dægradvöl í Vesturbænum.

Frumsýnt

22. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,