• 00:00:56Auglýsa Ísland fyrir hælisleitendur
  • 00:12:31Hjartalækningar í Rúanda
  • 00:17:14Skipuleggur draslskúffur landans

Kastljós

Hælisleitendur, lækningar í Rúanda, heimilisþrif og skipulag

Auglýsing sem birtist nýlega á samfélagsmiðlum í Venesúela hefur vakið athygli. Í auglýsingunni er talað um kosti þess sækja um hæli á Íslandi. Er með þessu verið misnota hælisleitendakerfið eins og sumir halda fram? Rætt við Birgi Þórarinsson frá sjálfstæðisflokki og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur frá Pírötum.

Martin Ingi Sigurðsson svæfinga- og gjörgæslulæknir er í Rúanda á vegum bandarísku hjálparsamtakanna Team Heart, sem sinna hjartalækningum í samvinnu við heilbrigðisráðuneyti landsins. Við ræddum við Martin fyrir tæpu ári en þá sagði hann eitt markmiðanna væri kenna heimafólki sinna þessum lækningum sjálft án utanaðkomandi aðstoðar. Kastljós kannaði hvernig það hefði gengið.

Draslskúffan, geymslan og úttroðin kompa eru vandamál sem eflaust eru sameiginleg með flestum íslenskum heimilum. Það er jafnframt sérstök sælutilfinning sem fylgir því greiða úr óreiðunni í þessum rýmum, eins og Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir veit vel - en hún býður skipulagsþjónustu fyrir heimili.

Frumsýnt

13. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,