Rokkland

Gulli og Finnbogi og Muscle Shoals

Við förum í tónlistarferðalag til Bandaríkjanna í þættinum í dag og sögumaður er Gunnlaugur Sigfússon sem um þáttinn Plötuskápinn hérna á Rás 2 ásamt Halldóri Inga Andréssyni og Sigurði Sverrissyni fyrir nokkrum árum.

Gulli og vinur hans Finnbogi Marinósson fóru saman í músík-bíltúr um Bandaríkin í fyrra og heimsóttu staði semþeir höfðu lesið um í músíkblöðum og bókum síðan þeir voru unglingar. Þeir óku 8.000 kílómetra, fóru til Memphis, Clarksdale, Nashville, Chicago og Muscle Shoals til dæmis.

Frumflutt

18. feb. 2024

Aðgengilegt til

19. feb. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,