Rokkland

Jólagestir kveðja

Síðustu jólagestatónleikar Björgvin Halldórssonar eru framundan næsta laugardag í Laugardalshöll.

Þetta byrjaði allt með fyrstu jólagestaplötunni árið 1987. Eða byrjaði þetta þegar Björgvin var í Hljómum fyrir 50 árum og söng um Snæfinn snjókarl?

Björgvin er mikill jólamaður og framkvæmdamaður. Hann er vissulega söngvarinn úr Hafnarfirði, en hann hefur líka verið útvarpsstjóri og sjónvarpsstjóri, upptökustjóri platna og útgefandi og margt fleira. Hann er jólakóngurinn, hefur gert flestar jólaplötur og haldið stærstu jólatónleikana.

Björgvin er jólagestur Rokklands í dag og við ætlum tala um söguna, líta yfir farinn veg og spila jólamúsík með jólagestum Björgvins.

Frumflutt

15. des. 2024

Aðgengilegt til

17. des. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,